131. löggjafarþing — 9. fundur,  14. okt. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

7. mál
[11:53]

Örlygur Hnefill Jónsson (Sf) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni prýðileg svör. Hjarta okkar liggur nú á svipuðum stað í þessum jafnaðarmálum.

Það er auðvitað af þeirri ástæðu sem Samfylkingin hefur lagt hér til á þinginu að lækka virðisaukaskattsprósentu á matvælum og nauðþurftum úr 14% í 7%. Það er til að jafna kjör manna.

Ég vil ítreka það varðandi það frumvarp sem hér er til umræðu að hugsun þess er góð. Auðvitað geta menn deilt um þessar prósentur. En ég fagna framkomu þess og vænti þess að það fái góða afgreiðslu á þinginu.