131. löggjafarþing — 9. fundur,  14. okt. 2004.

Tryggur lágmarkslífeyrir.

8. mál
[14:34]

Jónína Bjartmarz (F) (andsvar):

Frú forseti. Aðeins örstutt til að halda því til haga sem rétt er. Ég sagði hér í þessum stól fyrir augnabliki síðan að ég væri með andsvari mínu ekki að taka efnislega afstöðu til málsins. Þar með er ekki sagt að ég taki neikvætt í málið, en bara til að leiðrétta það hjá hv. þm. þá sagðist ég ekki taka efnislega afstöðu.

Hins vegar get ég deilt þeirri skoðun með þingmanninum og geri það, að það mætti vera meira um að ákveðin mál sem þingmenn eru flutningsmenn að kæmu í þingsal að lokinni góðri yfirferð og umfjöllun í nefndum, þannig að þingheimur gæti tekið afstöðu til þeirra. Það er nefnilega svo sorglegt þegar maður fer yfir söguna síðustu missirin, þá eru eingöngu ákveðin tiltekin mál — eins og ólympískir hnefaleikar og annað — sem hafa þótt þess verð að þingmenn fengju að taka afstöðu til þeirra í þessum þingsal, en ekki mörg önnur þjóðþrifamál sem mörg okkar mundu vilja sjá þingheim taka afstöðu til. (Gripið fram í: Þetta er með ólíkindum.)