131. löggjafarþing — 9. fundur,  14. okt. 2004.

Tryggur lágmarkslífeyrir.

8. mál
[15:30]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Nokkrir af forustumönnum í samtökum aldraðra voru í verkalýðshreyfingunni áður. Þeir stóðu meira að segja sjálfir að þessu samkomulagi og tóku sjálfir ákvörðun um að lífeyrir og aðrar bætur og uppmæling skyldu ekki fara eftir lágmarkslaunum. Þeir vita nákvæmlega um hvað er að ræða þannig að mér finnst það ábyrgðarhluti að bera svo bætur og lífeyri saman við þennan sama taxta sem var samstillt átak allra að reyna að hækka án þess að það hefði áhrif úti um allt í þjóðfélaginu.