131. löggjafarþing — 9. fundur,  14. okt. 2004.

Íþróttaáætlun.

11. mál
[17:28]

Flm. (Gunnar Örlygsson) (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Það gleður mig að hv. þm. Ögmundur Jónasson styður að mestu leyti þingmálið sem hér er til umræðu. Hann gerir þó smávægilegar athugasemdir við málið sem vissulega má ræða. Það er kannski ekki meginþemað í málinu, hvort veita eigi fyrirtækjum ívilnanir fyrir að koma að íþróttahreyfingunni. Það er í raun minnsti hluti þessa þingmáls. Það sem skiptir mestu máli er það sem nú á sér stað, umræðan um íþróttir í sölum Alþingis.

Fyrir mér er þetta ákvæði er varðar skattaívilnanir til fyrirtækja alls ekki heilagt. Umfram allt vil ég að þingmálið komist inn í menntamálanefnd, fái þar tilhlýðilega meðferð og afgreiðslu og verði jafnvel ofan á í atkvæðagreiðslu í þinginu. Það skiptir mig mestu máli við meðferð þessa máls.