131. löggjafarþing — 10. fundur,  18. okt. 2004.

Skráning nafna í þjóðskrá.

17. mál
[18:54]

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Mér finnst málið vera gott og nauðsynlegt. Nöfn á Íslendingum eru misjöfn að lengd og er hluti af okkar ágætu þjóðareinkennum sem við eigum að halda í og leyfa fólki að njóta þeirra mannréttinda að hægt sé að skrá þau nöfn í þjóðskrá sem það er skírt. Ég styð því mál hv. þm. eindregið.