131. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2004.

Minjagildi kirkjumuna og kirkjugarða.

109. mál
[15:17]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Herra forseti. Ég tek heils hugar undir með fyrirspyrjanda og hv. þm. Drífu Hjartardóttur um að í kirkjum landsins, hvort sem það eru einkakirkjur eða kirkjur í opinberri eigu, er oft og tíðum að finna mikla dýrgripi, bæði frá kaþólskum tíma sem lúterskum sið, sem auðvitað er vert og þarflegt að skrá. En eins og ég gat um áðan í fyrra svari mínu hefur Fornleifaverndin framlög samkvæmt fjárlögum upp á rúmar 36 millj. kr. Þau framlög hafa hækkað og nokkuð umfram verðlag og það er forstöðumanns þessarar stofnunar sem annarra ríkisstofnana að forgangsraða innan sinnar stofnunar. Ef viðkomandi forstöðumaður forgangsraðar þessu framarlega efast ég ekki um að hægt er að veita þessu merka verkefni brautargengi.