131. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2004.

Fyrirkomulag utandagskrárumræðu.

[16:14]

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það er ákaflega óvenjulegt, að ég ekki segi út í hött, að forseti Alþingis, sem hér hefur verið kjörinn, taki til máls sem þingmaður úr þessum stól og fari með boðskap sem hann á að flytja sem forseti Alþingis úr forsetastóli.

Það verður að krefjast þess af forseta Alþingis að hann geri mun á málflutningi sínum sem forseta annars vegar og sem þingmanns hins vegar. Ég fer fram á það við hann að hann gæti að þeim mun eftirleiðis.