131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005.

216. mál
[11:38]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þetta vera allsérstæð skýrsla. Þetta er svona samtíningur á verkefnunum en í rauninni er voðalega erfitt að meta árangur í byggðamálum. Ef ég hefði gert svona skýrslu hefði ég reynt að tína út hvernig raunverulega er hægt að meta stöðuna. Ég tel að það hefði verið best gert þannig að menn reyndu að bera saman fjölgun íbúa eða íbúaþróun og fjölgun eða fækkun starfa. Hvers vegna er það ekki gert?