131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005.

216. mál
[11:47]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og hv. þm. veit heyrir þessi málaflokkur undir samgönguráðherra en hins vegar kemur fram í skýrslunni að það er búið að vinna heilmikið á þessu sviði. Auðvitað höfum við öll þá von og það markmið að öll heimili í landinu hafi háhraðatengingu. Ég veit að það er hægt að fara aðrar leiðir en þær að leggja ljósleiðara og ýmislegt er að gerast í tæknimálum sem gefur okkur von um að þetta verði einfaldara en við kannski vissum áður.

Þetta verður ekki gert öðruvísi en með aðkomu Símans, sagði hv. þm., og í tengslum við sölu Símans er samkomulag um það milli stjórnarflokkanna að gera þarna ákveðið átak sem ég trúi að verði landsbyggðinni mjög í hag.