131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005.

216. mál
[16:25]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég gat um í ræðu í þinginu fyrir stuttu hefur Síminn unnið feiknarlega vel að þessum uppbyggingum. En fleiri koma þar að, Lína.Net, Fjarski og símafyrirtækið OgVodafone sem er að stórefla starfsemi sína. Ég lít því svo á að við þurfum að sjálfsögðu að gera ráð fyrir aðkomu allra þessara fjarskiptafyrirtækja og ekki síður litlu fjarskiptafyrirtækjanna sem hafa verið að koma inn á þetta þjónustusvið.

Í gangi eru viðræður við Símann undir forustu samgönguráðuneytisins þar sem við erum að leggja línur um með hvaða hætti Síminn endurnýjar m.a. þann samning sem var gerður um háhraðatengingar og flutninga um landið þar sem verði er mjög stillt í hóf og er það sama um allt land. Ég vænti þess því að þetta skýrist.

Hins vegar er Síminn á fullri ferð án nokkurs eftirrekstrar af hálfu ráðuneytisins.