131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002–2005.

216. mál
[16:30]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það hefur ekki verið af mínum völdum sem eitt eða neitt hefur verið tekið út úr þessari skýrslu þannig að ekki þýðir að spyrja mig um það.

Hins vegar hjálpar tæknin okkur heilmikið í þessu öllu saman og einnig samkeppnin þannig að kannski mun ekki til þess koma að ríkissjóður þurfi að greiða með þessu. En þetta er sú meginlína sem var lögð og ekkert hefur í rauninni breyst í því.

Einmitt í viðræðunum sem eru og hafa verið í gangi á milli samgönguráðuneytisins og Símans í samráði við einkavæðingarnefndina erum við að reyna að finna leiðir til þess að standa þannig að málum að unnið verði á þennan hátt. Ég vona að okkur takist það (Forseti hringir.) eins og ég veit að hv. þingmaður leggur ríka áherslu á.