131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002–2005.

216. mál
[16:34]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum, svo ég vitni í sama bréfið og ég vitnaði í áðan og dagsett var 20. þessa mánaðar, þá hafa 64 lögbýli ekki tengst. Það er satt að segja algjört ævintýri og á sér sennilega fáar hliðstæður í Evrópu að svo mikill árangur hafi náðst.

Ég hef ekki upplýsingar um hversu hratt verður hægt að tengja þessi býli og í sumum tilvikum er kannski alls ekki hægt að uppfylla kröfurnar með þeim leiðum sem eru til staðar í dag nema með þvílíkum ógnarkostnaði að það væri varla forsvaranlegt. Þarna þarf því auðvitað að líta til aðstæðna á hverjum stað. En vonandi tekst fyrr en síðar að leysa þau mál (Forseti hringir.) þar sem óskað er eftir því að þau verði leyst. En það er ekki alls staðar.