131. löggjafarþing — 16. fundur,  2. nóv. 2004.

Rannsókn kjörbréfs.

[13:38]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að þegar hefur verið óskað eftir því að ræða um störf þingsins. Ég mun, ef enginn hreyfir andmælum, víkja örlítið frá þingsköpum í því sambandi og taka fyrir 1. lið dagskrár, Rannsókn kjörbréfs, áður en sú umræða hefst.

Borist hefur svohljóðandi bréf frá 6. þm. Norðaust., Arnbjörgu Sveinsdóttur, dags. 29. okt. 2004:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður á Egilsstöðum, taki sæti mitt á Alþingi á meðan en 1. varamaður á listanum tekur nú jafnframt sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Halldór Blöndal.“

 

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Hilmari Gunnlaugssyni sem er nú 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðaust. eftir afsögn Tómasar Inga Olrichs. Jafnframt hefur kjörbréfanefnd haldið fund áður en þingfundur hófst til að fjalla um kjörbréfið.