131. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2004.

Tilkynning um dagskrá.

[13:32]

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Um klukkan 3.30 síðdegis fer fram umræða utan dagskrár um árásir á íslenska starfsmenn utanríkisþjónustunnar í Kabúl í Afganistan. Málshefjandi er hv. þm. Ögmundur Jónasson. Hæstv. utanríkisráðherra Davíð Oddsson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund. Gert er ráð fyrir atkvæðagreiðslum að henni lokinni.