131. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2004.

Þjóðgarður norðan Vatnajökuls.

118. mál
[13:56]

Ísólfur Gylfi Pálmason (F):

Frú forseti. Ég þakka fyrirspurnina og það svar sem komið hefur hér fram.

Hv. þm. Mörður Árnason talaði um að þingmenn væru í fríi í síðustu viku, í kjördæmavikunni, en þá ferðuðust einmitt þingmenn í Suðurkjördæmi um Suðurland. Þá kom í ljós mikill áhugi heimamanna, bæði í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu, á málinu og auðvitað er mjög brýnt að hreyfa því. Menn sjá mörg tækifæri varðandi þessa náttúruperlu, bæði í náttúrulegu tilliti en líka í atvinnulegu tilliti. Miklu máli skipta ný störf sem skapast í þjóðgarðinum og þess vegna er mjög brýnt að hraða ákvörðunartöku hvað þetta varðar.

Ég minni á að þingmenn Suðurkjördæmis voru á ferð og ég veit að margir aðrir þingmenn voru ekki heldur í fríi í kjördæmavikunni þó að einhverjir reykvískir þingmenn kunni að hafa verið það.