131. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2004.

Húsnæðismál.

220. mál
[15:27]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vegna þessarar síðustu spurningar hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur þá liggur það fyrir að af hálfu Íbúðalánasjóðs er lögð áhersla á, eins og ég hef rakið í máli mínu í dag, að sjóðnum verði gert kleift með hámarksláninu að vera virkur þátttakandi á húsnæðislánamarkaðnum hvað varðar lán allt að 90% til kaupa á hóflegu íbúðarhúsnæði. Hver sú krónutala á nákvæma að vera getur menn sjálfsagt greint á um bæði hér inni á hinu háa Alþingi og annars staðar.

En ég ítreka það sem ég hef þegar sagt að ég tel að við séum á réttri braut. Hámarkslánið hefur hækkað talsvert hratt á þessu ári, úr 8 og 9 millj. í 11,5. Það hækkar samkvæmt þessu frumvarpi í 13 millj. um áramótin og vilji er til að hækka það enn frekar áfram út kjörtímabilið þannig að sjóðurinn verði áfram virkur þátttakandi í lánveitingum til kaupa á húsnæði upp að hóflegu marki.