131. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2004.

Einkaleyfi.

251. mál
[14:21]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg rétt ályktað hjá hv. þingmanni að þetta hefur áhrif á framleiðslu samheitalyfja hér á landi og á að gera framleiðendum mögulegt að stunda rannsóknir og þróun lyfja á einkaleyfatímabili. Þetta getur skipt miklu máli og þetta er tilskipun frá Evrópusambandinu, svokallað Bolar-ákvæði, sem hefur verið nokkuð lengi í umræðunni en nú virðist vera að okkur sé orðið heimilt að stíga þetta skref sem er til hagsbóta fyrir atvinnulífið.