131. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2004.

Varamenn taka þingsæti.

[15:02]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Borist hafa tvö bréf um forföll þingmanna. Hið fyrra er frá 2. þm. Norðvest., Jóhanni Ársælssyni, dagsett 5. nóv. og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda á vegum Alþingis og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, Gísli S. Einarsson, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.“

Síðara bréfið er frá 5. þm. Norðvest., Guðjóni Arnari Kristjánssyni, dagsett 4. nóv. og hljóðar svo:

„Hér með óskar undirritaður tímabundins leyfis frá þingstörfum með vísan til 53. gr. þingskapa og að 2. varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi, Pétur Bjarnason, taki sæti á Alþingi frá og með 8. nóvember til og með 21. nóvember.“

Þá hefur borist svohljóðandi bréf frá 1. varamanni Frjálslynda flokksins í Norðvest., Steinunni K. Pétursdóttur, dagsett 4. nóv.:

„Vegna starfa minna hef ég ekki tök á að taka sæti Guðjóns Arnars Kristjánssonar sem 1. varamaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi að þessu sinni.“

Kjörbréf Gísla S. Einarssonar og Péturs Bjarnasonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt. Þeir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnir velkomnir til starfa að nýju.