131. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2004.

Græðarar.

246. mál
[16:59]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki óyggjandi svör við þessu. Það er almenn regla að fyrir sjúklinga sem eru inni á spítölum er sú þjónusta greidd sem er talið óhjákvæmilegt að veita þeim þar. Ég get ekki lagt á það mat án þess að ráðgast við mér fróðari menn hvort slík tilvik kæmu upp í húðflúri eða uppbyggingu eftir aðgerðir. Almenna reglan er sú að sú þjónusta sem er talið nauðsynlegt að veita meðan á spítalavist stendur er greidd af fjárveitingu viðkomandi spítala eins og fram hefur komið hér.

Ég get því miður ekki svarað þeirri spurningu svo óyggjandi sé hvort það getur komið upp á spítalanum að óhjákvæmilegt sé að veita þessa þjónustu.