131. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2004.

Græðarar.

246. mál
[17:03]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi þjónustu sem veitt er inni á stofnunum þá er það í valdi framkvæmdastjórar, sviðsstjóra, lækningaforstjóra, hjúkrunarforstjóra hverrar stofnunar hvaða þjónusta er veitt. Auðvitað kemur líka til kasta ráðuneytisins og fjárveitingavaldsins ef um mikla útþenslu er að ræða og menn ætla að fara inn á ný svið. Það breytir ekki þeirri almennu reglu sem gildir núna og menn hafa verið að ræða um hvort væri rétt og það er allt annað mál að sjúkrahúsvist er mönnum að kostnaðarlausu þó rukkað sé fyrir fjölmargar rannsóknir inni á stofnunum.