131. löggjafarþing — 22. fundur,  9. nóv. 2004.

Tilkynning um dagskrá.

[13:31]

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Forseti vill geta þess að þegar að loknum atkvæðagreiðslum um fimm fyrstu dagskrármálin hefst umræða utan dagskrár um verkfall grunnskólakennara. Málshefjandi er hv. þm. Pétur Bjarnason. Hæstv. menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.