131. löggjafarþing — 24. fundur,  10. nóv. 2004.

Vinnustaðanám.

259. mál
[15:03]

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég vil taka undir orð þingmanna og hæstv. ráðherra um áherslur á starfsnám. Ég vil þó leiðrétta hæstvirtan ráðherra í því að þetta séu einhver tímamót. Ég vil vekja athygli á því að ákveðinn hluti búnaðarnámsins í búnaðarskólunum hefur um áratugi verið skipulagður sem formlegt starfsnám á meðal bænda eða í fyrirtækjum og stofnunum sem eru að vinna á þeirra vegum og mikil reynsla hefur þar áunnist. Það er mjög mikilvægt að gerðir séu samningar, eins og hv. þm. Bjarkey Gunnarsdóttir nefndi hér, að verkefnið á vinnustaðnum sé skilgreint og að kennarinn fylgi því mjög nákvæmlega eftir. Það er skólinn sem ber ábyrgð á náminu en viðkomandi vinnustaður er í ákveðnu kennarahlutverki. Ég skora á hæstvirtan ráðherra að kynna sér þá löngu og miklu hefð sem er fyrir þessu námi innan búnaðarskólanna og svo er reyndar einnig í öðrum löndum.

Það er mjög mikilvægt að sá tími sem varið er (Forseti hringir.) til vinnustaðanáms sé metinn líka til eininga þannig að nemendur fái hann í námsmat.

(Forseti (GÁS): Athugasemdin átti að vera stutt.)

Já, en hún var svo góð.