131. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2004.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[11:55]

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi Írak og lista hinna staðföstu þjóða þá er alveg ljóst að nokkur atriðin felast í því að vera á þessum lista. Ekkert stendur eftir af þeim atriðum nema uppbyggingarstarf í Írak. Það að taka sig af þessum lista núna væru því alröng skilaboð. Það væri bara mjög órökrétt, m.a. vegna þess sem hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson sagði, þ.e. að við viljum sinna þessu uppbyggingarstarfi. Því er svo fráleitt af taka sig af þessum lista. Þetta er það eina sem stendur eftir af verkefnum á þessum lista.