131. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2004.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[16:02]

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra svörin. En mér þykir það alveg skýrt og vil enn þá kalla það bruðl sem á sér stað í utanríkismálum varðandi sendiráðin. Ég er alveg sammála því að stór lönd ættu að nýta meiri peninga í þetta en við gerum og við ættum einmitt núna að nýta tímann í að búa til stefnu sem sparar okkur þó nokkrar krónur í þessum efnum.