131. löggjafarþing — 27. fundur,  12. nóv. 2004.

Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

318. mál
[11:32]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Án þess að ég vilji nokkuð fullyrða um það man ég ekki betur en að hv. þm. Pétur H. Blöndal hafi greitt atkvæði með lífeyrisfrumvarpi ríkisstjórnarinnar á sínum tíma. Hann á að tala varlega um lífeyrismál.

Hins vegar er alltaf fróðlegt að hlusta á talsmann Sjálfstæðisflokksins í kjara- og tryggingamálum opna sig fyrir þjóðinni. Eitt vil ég segja: Kennarar eru almenningur í þessu landi.