131. löggjafarþing — 27. fundur,  12. nóv. 2004.

Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

318. mál
[11:57]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Ég mótmæli því harðlega, virðulegi forseti, að ég hafi verið á flótta í þessu máli. Það er stundum erfitt að tala um málin eins og þau eru.

Varðandi framhaldsskólakennarana og það sem ég sagði í gær vil ég sérstaklega undirstrika að það er eðlilegt að grunnskólakennarar reyni að miða sig við framhaldsskólakennara en þá verðum við líka að reyna að taka allar viðmiðanirnar inn. Vinnuumhverfi þeirra er ekki alveg sambærilegt. Sumu er hægt að jafna til en ekki öllu (Gripið fram í.) og það vitum við. Nei, ég er ekki að segja að framhaldsskólakennarar og grunnskólakennarar geti ekki borið sig að einhverju leyti saman.

Ég vil þá jafnframt spyrja hv. þingmann hvort hann taki undir það sjónarmið leikskólakennara að þeir geti borið sig saman við grunnskólakennara.