131. löggjafarþing — 29. fundur,  13. nóv. 2004.

Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

318. mál
[12:36]

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ríkisstjórnin segist ganga grátandi til þessa verks. Hún segist vera að setja lög á kennara til varnar skólabörnum, þetta sé neyðarbrauð og að ráðherrabekkurinn sé harmi sleginn.

Það er ekki stórmannalegt að beita börnum fyrir sig til að réttlæta eigin vesaldóm og dáðleysi. Það er ekki stórmannlegt að beita börnum fyrir sig til að réttlæta lög á kennara sem svipta þá lýðræðislegum réttindum.

Það er rétt að kjaradeilan sem háð hefur verið gegn kennurum undanfarnar vikur og mánuði var komin í hnút, var komin í mjög harðan hnút. Þá spyr maður: Á hvers færi var og er að leysa þann hnút? Hver batt hnútinn? Hver er ábyrgur fyrir því að hann verði leystur? Það eru þeir sem sitja hér mér til hægri og vinstri handar og þeir hér í salnum sem ríkisstjórnin styðst við. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar hvernig komið er.

Við mótmælum þessum lögum.