131. löggjafarþing — 30. fundur,  15. nóv. 2004.

Varamaður tekur þingsæti.

[15:02]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf um forföll þingmanna frá formanni þingflokks framsóknarmanna, Hjálmari Árnasyni, dagsett 15. nóvember, og hljóðar svo:

„Þar sem Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, 4. þm. Norðausturkjördæmis, er farinn til útlanda í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, Þórarinn E. Sveinsson forstöðumaður, taki sæti hans á Alþingi á meðan.“

Þórarinn E. Sveinsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.