131. löggjafarþing — 31. fundur,  16. nóv. 2004.

Innrásin í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda.

3. mál
[14:37]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Vegna óska fyrsta flutningsmanns, hv. 1. þm. Reykv. n., um að þessi fyrri umræða verði ekki til lykta leidd og henni ekki lokið vegna fjarveru utanríkisráðherra og staðgengils hans mun forseti taka mið af því og ... (Gripið fram í: Og forsætisráðherra.) Forseti sagði staðgengils utanríkisráðherra sem er forsætisráðherra. Nú eru 12 á mælendaskrá og forseti mun skoða það eftir því sem umræðunni vindur fram hvenær henni verður frestað.