131. löggjafarþing — 32. fundur,  17. nóv. 2004.

Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun.

123. mál
[13:19]

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Athugasemd mín í þessu máli er sú að hér hefur komið fram hjá hv. þm. Einari Kristni Guðfinnssyni að hann telji að nýta beri orkuna til atvinnuuppbyggingar í þeim landshlutum þar sem hún verður til. Ég get svo sannarlega tekið undir það. Ég held einmitt að tími sé til kominn að Sunnlendingar fái að njóta þeirrar miklu orku sem framleidd er í því kjördæmi og þeim landshluta og þá er það Suðurland, og Reykjanesið ekki síður. Þar er gríðarlega mikil orka óunnin.

Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan m.a. fyrir uppbyggingu álversins á Reyðarfirði, miðað við þá virkjun sem er í Kárahnjúkum, er að tapið á flutningum á orkunni er mjög mikið. Það skiptir þjóðfélag okkar miklu máli að ekki sé verið að flytja orkuna um of langan veg og að þar af verði mikið tap.

Þannig höfum við Sunnlendingar mikinn áhuga á því varðandi stækkun (Forseti hringir.) hafnarinnar í Þorklákshöfn að hún verði nýtt til stóriðju.