131. löggjafarþing — 32. fundur,  17. nóv. 2004.

Símenntun.

133. mál
[14:14]

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin sem hún gaf. Þannig er að í flestum landsfjórðungum hafa verið starfandi símenntunarmiðstöðvar sem ekki eru þar vegna frumkvæðis hæstv. menntamálaráðherra eða menntamálaráðuneytis heldur voru þær teknar upp í störfum fjárlaganefndar og fjárveiting til þeirra hefur verið tryggð í fjárlögum hvers árs, þó aðeins vegna þess að það hefur verið vilji Alþingis að efla símenntun.

Ég spyr hæstv. ráðherra: Hafa verið gerðir samningar við símenntunarmiðstöðvarnar? Eru þeir væntanlegir? Í hverju felast þeir, þannig að framtíð símenntunarmiðstöðvanna sé tryggð?