131. löggjafarþing — 32. fundur,  17. nóv. 2004.

Fiskvinnslunám.

150. mál
[14:26]

Drífa Hjartardóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurjóni Þórðarsyni fyrir að taka þetta mál hér upp og ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin.

Það fer ekkert á milli mála að fiskvinnslan er okkar aðalatvinnuvegur og því er mjög mikilvægt að við reynum að gera sem mest úr þeim afurðum þannig að meira verð fáist fyrir þær.

Mig langar til að geta þess að á síðasta ári hefur Byggðastofnun stutt nema í netagerð sem fer fram við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en það er afskaplega mikilvægur þáttur í þessu námi sem snertir fiskveiðar okkar.