131. löggjafarþing — 32. fundur,  17. nóv. 2004.

Þjónustugjöld á náttúruverndarsvæðum.

221. mál
[15:56]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Ég þakka þingmönnum fyrir þessa ágætu umræðu. Mér finnst mjög gott að málinu sé hreyft vegna þess að okkur ber svo sannarlega að skoða þessi mál vel. Aðalatriðið er að tryggja að náttúruperlur okkar séu verndaðar, að almenningur hafi greiðan aðgang að þeim, það sé góð umgengni um svæðin og þau verði ekki fyrir ágangi af völdum ferðamanna, eins og hv. fyrirspyrjandi nefndi réttilega í upphafi fyrirspurnar sinnar. Ég tel því að við eigum að skoða alla fleti málanna.

Ég ítreka það sem ég nefndi áðan að ég er ekki reiðubúin til að gefa afgerandi svör um þetta á þessu stigi en ég mun fara mjög vandlega yfir þessi mál. Ég sé í þeim bæði kosti og galla þó mér finnist gallarnir vera fleiri.