131. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2004.

Fjáraukalög 2004.

76. mál
[11:58]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í máli hv. þm. Jóns Bjarnasonar kom fram ákveðin fullyrðing sem sem ég tel ástæðu til að hann skýri nánar. Það var sú fullyrðing að verið væri að hervæða og að Íslendingar tækju þátt í vopnuðum hernaðaraðgerðum. Ég held að ég verði að biðja hv. þm. um að nefna mér dæmi um að Íslendingar standi í vopnuðum hernaðaraðgerðum. Þetta eru stór orð, mikil fullyrðing og ég get ekki látið hjá líða að kalla eftir því að hv. þm. nefni dæmi máli sínu til stuðnings.