131. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2004.

Norræni fjárfestingarbankinn.

284. mál
[18:44]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi um afnám laga nr. 26/1976, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, um stofnun Norræna fjárfestingarbankans.

Lög þessi eru úrelt orðin við núverandi aðstæður. Hér er um lagahreinsun að ræða sem eðlilegt er að eigi sér stað samhliða því að gerður hefur verið nýr samningur um bankann sem undirritaður var af minni hálfu 11. febrúar sl. Þar er gert ráð fyrir að Eystrasaltsríkin þrjú verði aðilar að bankanum en sá samningur er gerður á öðrum forsendum, kallar ekki á lagasetningu og því er eðlilegt að afnema hin gömlu lög frá 1976.