131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Varamenn taka þingsæti.

[15:03]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa bréf um forföll þingmanna. Hið fyrra er frá varaformanni þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Þuríði Backman, dagsett 22. nóvember 2004 og hljóðar svo:

„Þar sem Ögmundur Jónasson getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna verkefna sem hann þarf að sinna óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík suður, Álfheiður Ingadóttir líffræðingur, taki sæti hans á Alþingi á meðan.“

 

Síðara bréfið er frá varaformanni þingflokks Samfylkingarinnar, Kristjáni L. Möller, dagsett 22. nóvember 2004 og hljóðar svo:

„Þar sem Rannveig Guðmundsdóttir, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Valdimar L. Friðriksson framkvæmdastjóri Mosfellsbæ, taki sæti á Alþingi á meðan en Ásgeir Friðgeirsson, 1. varamaður á listanum, getur ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni vegna starfsanna.“

 

Borist hefur svohljóðandi bréf frá 1. varaþingmanni Samfylkingarinnar í Suðvest., Ásgeiri Friðgeirssyni, dagsett 22. nóvember 2004:

„Vegna starfsanna get ég að þessu sinni ekki tekið sæti á Alþingi fyrir Rannveigu Guðmundsdóttur, 4. þingmann Suðvesturkjördæmis.“

 

Álfheiður Ingadóttir og Valdimar L. Friðriksson hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á ný.