131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[16:32]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef hv. þingmaður hefur hlustað á framsöguræðu mína, þá á hann að geta gert sér grein fyrir hvers konar gjald þetta er. Hér er verið að mæta raunkostnaði sem Háskóli Íslands, ríkisháskólarnir, (Gripið fram í.) og Kennaraháskólinn þurfa að leggja út fyrir skráningu og skrásetningu og öllu sem (Gripið fram í.) tengist því.

Ég bendi hv. þingmanni á að fara sérlega vel yfir álit umboðsmanns Alþingis, þar segir alveg skýrt og klárt hvernig þessir hlutir eiga að vera (Gripið fram í.) og að því er m.a. verið að stefna í þessu frumvarpi, við erum að gera stjórnsýsluna skilvirkari, við viljum fá að vita út á hvað þetta gjald gengur, hvaða kostnaður býr að baki skráningargjaldinu eins og það er heimilað í lögum. (GAK: Hvenær svarar ráðherrann …?)