131. löggjafarþing — 36. fundur,  23. nóv. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[15:46]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Við erum að ræða 351. mál sem er stjórnarfrumvarp um skattalækkanir. Samt tók hv. þingmaður dæmi um hátekjuskattinn, sem eru gildandi lög frá Alþingi og hv. þingmaður virðir þau, sem segja að hátekjuskatturinn eigi að renna út um þessi áramót og næstu. Hann tók samt sem áður hátekjuskattinn sem var einu sinni 7% með í dæmið og reiknaði þetta allt saman til enda og fékk út einhverjar hræðilegar tölur máli sínu til stuðnings.

Vill hv. þingmaður ekki viðurkenna lög frá Alþingi? Erum við að ræða eitthvert annað 351. mál?