131. löggjafarþing — 37. fundur,  24. nóv. 2004.

Varamaður tekur þingsæti.

[12:01]

Forseti (Þuríður Backman):

Borist hefur svohljóðandi bréf um forföll þingmanns frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins, Hjálmari Árnasyni, dagsett 23. nóvember:

„Þar sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er á förum til útlanda í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með tilvísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Reykv. n., Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, taki sæti hans á Alþingi á meðan. Fyrsti varamaður á listanum, Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður, er forfallaður að þessu sinni.“

 

Þá hefur borist svohljóðandi bréf frá 1. varaþingmanni Framsóknarflokksins í Reykv. n., Guðjóni Ólafi Jónssyni, dagsett 24. nóvember 2004:

„Vegna anna get ég ekki að þessu sinni tekið sæti Halldórs Ásgrímssonar, 7. þm. Reykv. n., á Alþingi. Þetta tilkynnist hér með.“

 

Kjörbréf Sæunnar Stefánsdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Sæunn Stefánsdóttir, 7. þm. Reykv. n., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]