131. löggjafarþing — 37. fundur,  24. nóv. 2004.

Veggjöld.

149. mál
[12:13]

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Hvalfjarðargöngin hafa sannað gildi sitt. Þau hafa orðið gríðarleg samgöngubót milli Reykjavíkursvæðisins og Vesturlands, og reyndar norður og austur um.

Það er því mjög mikilvægt að samgöngubótin geti nýst þeim sem best sem mest þurfa á henni að halda. Ég tek undir þær óskir um að allra leiða verði leitað til að lækka gjaldið, þá sérstaklega að það komi þeim til góða sem oftast þurfa að fara um göngin, fólki sem fer um þau vegna atvinnu sinnar eða náms. Ég tel að það sé það allra brýnasta.

Ég tek líka undir það að mikilvægt sé að skoða fjármögnun ganganna á sínum tíma og reyna að semja um að lækka þann mikla fjármagnskostnað sem er bundinn í lánum þeirra. Það hlýtur að koma öllum til góða, bæði þjóðinni og göngunum. (Forseti hringir.) Það á að ganga til verks og leita leiða til að (Forseti hringir.) lækka gjaldtökuna.