131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[17:02]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að sú viljayfirlýsing sem við handsöluðum var gefin út í fréttatilkynningu, handsal okkar. Það fjallaði um 1.000 millj. kr. Sú viljayfirlýsing var samþykkt í ríkisstjórn. Öryrkjabandalagið hafði væntingar um að þetta yrðu 1.500 millj. kr. Sök mín er kannski í því fólgin að vilja berjast áfram fyrir hækkun bóta til að tvöfalda grunnlífeyri þeirra sem yngstir verða öryrkjar. Sök mín er kannski í því fólgin að hafa vilja til þess að koma til móts við þennan skilning. En það breytir því ekki að það hefur ekki verið svikin nein yfirlýsing í þessu efni. Yfirlýsingin var skrifleg. Hún var gefin út í skriflegri fréttatilkynningu. Hún var handsal. Þetta var ekki samningur. En það skiptir ekki máli. (Forseti hringir.) Þetta var handsalað og gefið út skriflega í fréttatilkynningu.