131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[17:05]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vísa öllum svikabrigslum á bug. Það er alveg skýrt og ljóst að ríkisstjórnin samþykkti 1 milljarð kr. í þetta efni sem eru nú orðnar 1.300 millj. kr. í fjárlögum næsta árs og 1.300 millj. kr. á yfirstandandi ári. Það eru engin svik í þessu efni. Ég endurtek að það sem ég hef kannski til saka unnið er að vilja berjast áfram. En núna höfum við orðið að setja í forgang framlög til hinnar miklu fjölgunar sem orðið hefur í öryrkjahópnum sem er upp á 2,5 milljarða kr. á yfirstandandi ári og næsta ári. Það er ljóst að það setjum við (Forseti hringir.) í forgang nú. En það er um engin svik að ræða í þessu efni.