131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[23:02]

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vekur athygli á því að 2. umr. fjárlaga hefur staðið yfir frá því klukkan hálfellefu í morgun og mælt hefur verið fyrir álitum meiri hluta og minni hluta. Mjög margir hv. þingmenn hafa tekið þátt í umræðum og hæstv. ráðherrar, sumir hverjir. Umræðan stendur enn yfir og enn eru á mælendaskrá, samkvæmt þeim lista sem forseti hefur, um það bil 17 hv. þingmenn, bæði úr röðum stjórnar og stjórnarandstöðu. Þó einhverjir hv. þingmenn og ráðherrar hafi þurft að víkja sér frá þá treystir forseti því að þeir fylgist grannt með umræðum enda er óhætt að taka undir það með hv. þingmanni að þetta er afskaplega mikilvægt mál sem er verið að ræða hér í dag. Þess má geta að í húsi eru nú staddir tveir ráðherrar og annar þeirra er hæstv. fjármálaráðherra.

Forseti taldi rétt að láta þetta koma fram vegna athugasemda hv. þingmanns.