131. löggjafarþing — 40. fundur,  26. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:17]

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi litla tillaga felur í sér að atvinnulausum verði greidd sérstök jólauppbót með líkum hætti og aðrir fá sem eru á vinnumarkaðnum og lífeyrisþegar fá einnig. Atvinnulausir, þeir verst stöddu á vinnumarkaðnum, eiga það inni hjá ríkisstjórninni að hún fallist á þessa tillögu. Ég hygg að ekki hafi verið farið eins illa með neinn hóp í tíð þessarar ríkisstjórnar og atvinnulausa en með því að rjúfa tengsl atvinnuleysisbóta og launa árið 1996 hefur ríkisstjórnin í hverjum einasta mánuði skert atvinnulausa um 15 þús. kr. Verkalýðshreyfingin knúði þá þó til að hækka atvinnuleysisbæturnar fyrir um ári.

Þessi litla jólauppbót til atvinnulausra sem lagt er til að þeir fái eins og aðrir mundi gefa atvinnulausum 25 þús. kr. í desembermánuði.