131. löggjafarþing — 40. fundur,  26. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:33]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf):

Herra forseti. Við íbúar Norðvest. væntum þess að sjá þess fljótlega merki að hæstv. forsætisráðherra muni þau orð sín að Norðvest. verði það kjördæmi sem næst verði litið til í uppbyggingu atvinnumála. Með samþykkt þessarar tillögu Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins gefst stjórnarliðum og öðrum færi á að sýna fram á að orð hæstv. forsætisráðherra hafi eitthvert vægi. Ástand atvinnumála er mjög alvarlegt um land allt og hér er færi á að sýna þess merki að menn vilji rétta örlitla hjálparhönd til stuðnings við frumkvöðla- og þróunarstarf.