131. löggjafarþing — 45. fundur,  30. nóv. 2004.

Fjáraukalög 2004.

76. mál
[13:49]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður fór eðlilega yfir upplýsingar sem fjárlaganefnd fékk frá fjármálaráðuneytinu um fjárhagsstöðu A-hluta stofnana eftir níu mánuði ársins. En ég sé ástæðu til að koma í ræðustól til að leggja áherslu á að varast ber að draga of einfaldar ályktanir af þeim upplýsingum sem þarna liggja fyrir vegna þess að hér, eins og kom fram í upplýsingum frá ráðuneytinu, á eftir að gera ýmislegt varðandi t.d. millifærslur af óskiptum liðum o.s.frv. til að hægt sé að draga beinar ályktanir af því hvernig rekstrarstaðan er í raun.

Hæstv. forseti. Ég sá ástæðu til þess að leggja áherslu á þetta. Þessar upplýsingar eru mjög góðar svo langt sem þær ná, en að mínu mati ekki alveg tæmandi varðandi stöðuna eins og fram kemur og við höfum rætt í fjárlaganefndinni.