131. löggjafarþing — 45. fundur,  30. nóv. 2004.

Málefni aldraðra.

85. mál
[17:06]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti, örstutt. Hér er um að ræða nefskatt sem á sér langa sögu. Hann er mjög ófélagslegur auk þess sem hann flækir skattkerfið. Þetta eru lágar upphæðir og þarf að hækka þær reglulega. Ég hef gert að tillögu minni og komið með þá hugmynd að þessi skattur verði settur inn í persónuafsláttinn, markaður þar þessu ákveðna verkefni. Það gæfi nákvæmlega sömu niðurstöðu fyrir utan það að þá þyrfti hugsanlega að hækka ellilífeyri eitthvað eilítið sem því nemur. Þar með væru allir eins settir en skattkerfið yrði ólíkt einfaldara við þá breytingu.

Ég held að við ættum að reyna að stefna að því að gera skattkerfið eins einfalt og hægt er.