131. löggjafarþing — 45. fundur,  30. nóv. 2004.

Bifreiðagjald.

377. mál
[17:08]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

Í frumvarpi þessu er lagt til að bifreiðagjald hækki um 3,5% frá 1. janúar 2005. Síðast var bifreiðagjald hækkað 1. janúar 2002. Síðan þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 7%. Áætlað er að hækkunin skili ríkissjóði 120 millj. kr. í auknar tekjur.

Ég legg til, virðulegi forseti, að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. efnahags- og viðskiptanefndar.