131. löggjafarþing — 46. fundur,  2. des. 2004.

Húsnæðismál.

220. mál
[15:10]

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs styðja einnig það frumvarp sem hér liggur fyrir og þær breytingartillögur frá félagsmálanefnd aðrar en þær sem lúta að uppgreiðsluákvæðinu og hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir gerði að umtalsefni áðan. Við teljum mjög mikilvægt að skotið sé styrkum stoðum undir Íbúðalánasjóð á þessu stigi þannig að sjóðurinn megi áfram vera kjölfesta á húsnæðislánamarkaðnum á Íslandi.