131. löggjafarþing — 47. fundur,  2. des. 2004.

Rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum.

374. mál
[15:50]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Á ég að skilja það svo að hv. þingmaður hafi einhverjar athugasemdir við það þegar talað er um skynsamlega stjórn og hagkvæma nýtingu? Ég get ekki annað séð en þetta sé orðað á ákaflega skynsamlegan máta. (MÁ: Ráðherrann fékk spurningu, svari ráðherrann spurningunni.) Mér finnst þetta svo mikil smámunasemi og svo undarlegur málflutningur, (Gripið fram í.) … að sjálfsögðu, ég er búin að taka það fram (Forseti hringir.) Það er tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Var ég ekki að segja það rétt áðan? (Gripið fram í.) Við erum með lög í landinu um mat á umverfisáhrifum þar sem fjallað er um umhverfismál.

Það er svo sem mjög eðlilegt að við tölum í kross, vinstri grænir og ég sem iðnaðarráðherra, vegna þess að vinstri grænir og hluti Samfylkingarinnar vill ekki að auðlindin sé nýtt. Þarna kemur fram meginágreiningur í upphafi umræðunnar.